Ríkisábyrgð eða ekki?

Fólk hér í Svíþjóð er að verða hrætt um peningana sína. Ég hef hingað til verið eins og gargandi áróðursmaskína fyrir "Kaupthing Bank" og bent sænskum vinum mínum á að spara peninga í sjóðum hjá bankanum vegna hagstæðra vaxta og tryggrar afkomu. En nú eru farnar að renna á mig tvær grímur. Vill enginn stíga á stokk og lýsa því yfir að íslenska ríkið muni tryggja að sænskir sparifjáreigendur tapi ekki sínu fé jafnvel þó svo ólíklega muni fara að Kaupthing Bank sökkvi?

KB

 Ef þetta heldur áfram svona mun fólk fljótlega byrja að taka út peningana sína í paník og þá er Fjandinn laus. Ég er ennþá óróleg yfir að það ráð sem ég gaf vinkonu minni (HÉR) um að láta peningana vera áfram á vöxtum hjá Kaupthing Bank sé byggt á sandi? Eða að sjálfur Kaupthing Bank sé ekkert annað en sandkastali í flæðamálinu sem jafnist við jörðu í næsta flóði.

 

 


mbl.is Kaupþing vísar orðrómi á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband