Er vandinn ekki þrennskonar?

Ef lesa má milli raðanna í orðasennum Seðlabankastjóra og stjórnenda Kaupthing Bank, þá eru ekki miklir kærleikar milli ríkisvalds og auðvalds á Íslandi þessa daganna. Það er mafíufnykur af því máli ef satt er að auðvaldið sé að manippúlera með krónuna. Árni Johnsen var nú sendur í steinsmiðjuna fyrir minni sök. Ef þetta er satt þá er pólitísk mafíustarfsemi þriðji efnahagsvandinn, sem Geir Hilmar gleymdi að nefna.

 Svo spyr ég aftur og enn. Er sparifé vina minna í Kaupthing Bank hér í Svíþjóð tryggt gegn hugsanlegu gjaldþroti bankans? Vinkona mín hafði samband við Kaupthing Bank hér í síðustu viku og þar var henni sagt að íslenska ríkið gengi í ábyrgð fyrir bankann. Ég hef hinsvegar heyrt að það sé EKKI satt og enn aðrir hafa sagt að það gildi en bara fyrir vissa upphæð.

 

 


mbl.is Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband