Ofbeldi kvenna gegn körlum er algengt

Það eru karlar, aðallega ungir karlar sem verða mest fyrir barðinu á ofbeldi í öllum myndum. Konur lenda oftar í ofbeldi heima fyrir en karlar eru mun oftar fórnarlömb ofbeldis almennt. Í hjónaerjum eru karlar þó oftar þolendur andlegs ofbeldis en líkamlegs, þó það sé vissulega til staðar.

Í Noregi eru móttökustöðvar fyrir karla í krísu komnar hvað lengst. Þar leita karlar gjarna hjálpar vegna andlegs ofbeldis af hálfu kvenna. Algengasta tegund andlegs ofbeldis sem konur beita gegn körlum er að svipta þá forræði og eðlilegu umgengi við börnin. 

Það er, konur sem beita börnum sínum eins og barefli í skilnaðarmálum.

Á Íslandi eru karlar nærri réttlausir í skilnaðarmálum og alltof algengt að íslenskar konur misnoti lagalega stöðu sína til að koma höggi á föður barnanna. Það er skömm af því!


mbl.is Á sjúkrahús eftir heimiliserjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband