Skapandi unglingar

G1

 Graffití (mynd 1) er farvegur fyrir kreatíva unglinga. Allir unglingar hafa þörf á að sýnast. Að krota "tagg" (mynd 2) á vegg er oft eina leiðin sem sumir unglingar hafa til að láta ljós sitt skína. Auðvita er viss spenningur í því að brjóta reglur. En það segir meira um misheppnaða æskulýðspólitík að ekki sé boðið uppá spennandi tómstundastarf. Allir hafa ekki gaman af að hlaupa eftir bolta!

 

taggÍ stað þess að lýta á graffití sem skemmdarverk (eins og tónninn er í þessari grein sbr. "veggjakrot"), eigum við að sjá þetta í jákvæðu ljósi. Frábært að þessi sköpunarkraftur finnist meðal unglingana okkar.

 

 

artistAukum framboð á aðstöðu fyrir frjálsa myndsköpun (gjarna með kennslu fyrir þá sem vilja). Opnum sýningarsali á áberandi stöðum þar sem unglingar geta sýnt verk sýn án fordómafullra fullorðinna sem velja úr verkunum eftir snobbkríteríum listfræðinnar. Bjóðum uppá veggi á sýnilegum stöðum þar sem graffarar geta spreytt sig.

Á þann hátt náum við þessum hóp inní skapandi og uppbyggjandi starf og sköpum möguleika á samtali um hvar mörkin liggja milli skemmdarverka og sköpunar.

 


mbl.is Netvæðing veggjakrotsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband