Femínistar í fangelsi

fangÞrjár starfskonur kvennaathvarfs í Svíþjóð fengu á dögunum 6 mánaða fangelsi fyrir að aðstoða móður barna við að fela börnin frá föðurnum þrátt fyrir að þær vissu að faðirinn hafði einn forræði yfir börnunum. Undirréttur hafði áður sýknað konurnar vegna þess að þá þótti ekki sannað að þær hefðu haft vitneskju um að móðirin hafði rænt börnunum. Ný vitni sannfærðu hinsvegar dómsstóla um að þó vera kynni að starfsfólk kvennaathvarfsins hafi ekki vitað í upphafi hvernig í málum lá, hafi sannleikurinn þó fljótlega verið á allra vitorði.

ROKSViðkomandi kvennaathvarf er meðlimur í landsamtökum kvennaathvarfa ROKS (http://www.roks.se/), sem urðu landsþekkt hér um árið eftir að rannsóknablaðakona fletti ofan af fordómafullri afstöðu framkvæmdastjóra samtakanna gagnvart karlmönnum.

 

manndyrFramkvæmdarstjórinn hélt því m.a. fram að "karlmenn væru dýr" þegar hún hélt að slökkt væri á myndavélinni.

---------------------------------

Þetta mál þykir spegla þær öfgar og óbilgirni sem viss hópur í hreyfingu sænskra femínista stendur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband