Færsluflokkur: Menning og listir

Íslensk Saga - skömmin er mín - skömmin ER mín

Vinir!

Ásgeir er búinn að húðskamma mig fyrir stafsetningavillur (sem aðrir en hann hafa séð) og aðrar klúðurslegar ritvinnsluvillur í einhverjum köflum netbókarinnar: Íslensk Saga.

Ég tek þetta á mig ! (skamm, skamm, skamm!Frown) = ég var ábyrg fyrir því að leiðrétta stafsetninguna enda Ásgeir alkunnur auli í réttritun, lesblindur með afbrigðum og þekktur fyrir að gefa skít í "smáatriði":Wink

Því miður hef ég ekki möguleika á að gera mikið í málinu héðan úr óbyggðum Afríku en lofa að gera betrum bót þegar ég kemst í viðunandi samband við umheiminn.

Villa

 

 


Risnusukk einkafyrirtækja

veislaMikið afskaplega erum við sem vinnum innan hins opinbera geira orðin þreytt á að heyra sífellt þessa þulu um sóun á "opinberu fé". Svokölluð "einkafyrirtæki" eru flest rekin fyrir lánsfé = opinbert fé sem eigendum er trúað fyrir. RISNA einkafyrirtækja er BRUÐL með opinbert fé = fé skattgreiðenda. Ónotuð risna er hagnaður sem skilar sér í formi skatta til þjóðfélagsins. Ég hef sjálf verið þáttakandi í þessu siðlausa sukki og get sagt marga ótrúlegar sögur af risnuveislum sem ég hef tekið þátt í á vegum helstu fyrirtækja á Íslandi og í Svíþjóð. Ógreiddir skattar vegna risnusukks er BRUÐL með fé skattgreiðanda og það er mun stærra mál.


mbl.is Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi forstöðumanna stofnana og ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband