Tilraunaverkefnið Ísland

Ég held að prófessorinn gleymi einu veigamiklu atriði. Ísland er tilraunaverkefni fyrir Kína. Að Kínverjar geri fríverslunarsamninga við kapítalísk ríki er ekkert smá mál. Þá er eins gott að stíga varlega til jarðar og þróa konseptið í litlu ríki. Þar kemur Ísland inn í myndina. Sú staðreynd að við stöndum utan við stóru blokkirnar NAFTA og Evrópusambandið en höfum um leið frábæra samninga við báða aðila, gerir Ísland einstaklega aðlaðandi sem tilraunaverkefni fyrir Kínverja í þróun þeirra að lýðræðislegu, markaðsstýrðu - félagshyggju samfélagi. En þangað vilja margir Kínverjar stefna. 

Sannar aftur og enn hvað við högnumst á því að standa utan Evrópubandalagsins.


mbl.is Lega Íslands skýrir áhuga Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband