Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands

draumur"Ég hef ákveðið að selja allar eigur mínar erlendis og flytja nettó hagnaðinn af sölunni óskertan til Íslands. Ég tel það siðferðislega skyldu mína sem Íslendings að sýna þannig samstöðu með Íslensku þjóðinni og axla um leið mína ábyrgð á því hvernig komið er". Segir Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við BBC í morgun. Jón Ásgeir hvetur aðra íslenska auðmenn að fylgja fordæmi sínu.

Nei - þetta var bara draumur sem mig dreymdi í nótt. Eitt augnablik hélt ég að þetta væri satt en svo skall veruleikinn á mér eins og súnamí flóðbylgja og skolaði burt þessum sandkastala háleitra vona um göfugt eðli mannskepnunnar.

 

 


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband