Róni = Vogur?

roniMiklar umræður eru þessa dagana á bloggsíðu Ásgeirs R. Helgasonar bloggvinar míns um hugtakanotkun og stimpla í meðferðavinnu með fólk sem á í erfiðleikum með að hemja alkóhólneyslu sína. Sýnist þar sitt hverjum en það sem vekur mesta athygli mína er að fólk sem fer í meðferð á Íslandi er skyldað til að mæta á AA fundi meðan á meðferð stendur.

 

Hér í Svíþjóð er AA alls ekki útbreitt en samt er meðferðaárangur í alkóhólmeðferð síst lakari en á Íslandi. Rannsóknir þar sem fólk er valið af handahófi til að fara í meðfer sem byggir á 12 spora kerfinu annarsvegar og Hugrænni atferlismeðferð hinsvegar sýna að það er enginn munur á hlutfalli þeirra sem ná bata. Líklegt er samt að það sé mismunandi fólk sem nær bata í mismunandi nálgunum?

 

vogurÞað hlýtur því að vera æskilegt að hafa fjölbreytt meðferðaframboð í gangi. Á Íslandi virðist mér sem SÁÁ sé nánast einráða á vetvangi faglegrar áfengismeðferðar. Það er því slæmt ef satt er að þeir séu svona einstrengingslegir.


mbl.is Átak gegn ölvunarakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband