6.12.2007 | 10:06
Olof Palme laug blákalt
Talandi um lygar þá er ekki úr vegi að rifja upp eftirfarandi sem er mikið í fréttum núna hér í Svíþjóð en ég hef ekki enn séð á mbl:
Dagens Nyheter birti grein 18. nóvember 1977 þar sem greint var frá skýrslu sem sænska leyniþjónustan sendi til Olof Pamle með upplýsingum um að þáverandi dómsmálaráðherra Svía, Lennart Geijer stundaði hóruhús og væri því ógn við öryggi landsins. Þess bera að geta að umræddar hórur voru í nánu sambandi við starfsmenn sendiráða þáverandi austantjaldslanda. Palme valdi að neita því að þessi skýrsla væri til og vegna þagnarskyldu leyniþjónustunnar komst hann upp með lygina. Dagens Nyheter var dæmt til að draga allt til baka og greiða umræddum Geijer háar skaðabætur. Nú hefur það sem sagt komið á daginn að umrædd skýrsla var víst til og að Gejer fékk skaðabætur á fölskum forsendum.
Ekki nóg með það, heldur hafa tvær konur sem störfuðu á umræddu hóruhúsi í miðborg Stokkhólms á þessum tíma (og voru bara 14 ára þegar þetta gerist) stigið fram í dagsljósið og krafist skaðabóta fyrir meðferðina sem þær urðu fyrir barnungar. Einn af viðskiptavinum þeirra á þeim árum, var umræddur Olof Palme. Það er ekki laust við að þetta mál hafi sett allt á annan endann í móralistaríkinu Sverige! Engir eru jafn skilheilagir í sínum málflutningi og sósíaldemókratar og enginn sósíaldemókrat hefur verið jafn dýrkaður og dáður og umræddur Palme.
Eiginkonan vissi að maður hennar var á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason