Sólarlandaferð eða umhverfisráðstefna?

folkswHefði ekki verið viturlegra útfrá umhverfissjónarmiði að halda þessa ráðstefnu t.d. í mið Evrópu. Þá hefðu fulltrúar margar landa komist á leiðarenda með lest. Að halda svona ráðstefnu á eyju svo tryggt sé að svo til allir verði að koma með flugi er dálítið sérkennilegt þegar tekið er tillit til þess að einn sólalandafari sem fer frá Svíþjóð til Taílands með flugi gefur frá sér sex sinnum meira CO2 en meðal einkabíll gerir á heilu ári.

 

palmarEinhver púki hvíslaði því að mér að valið af ráðstefnustað hafi m.a. verið gert með hliðsjón af því að pótintátarnir sem sækja svona samkundur komi síður ef ráðstefnustaðurinn er óspennandi.

 

baliÞað er nefnilega oft þannig að fólk ákveður að sækja ráðstefnur útfrá ráðstefnustað. Efnið og innihaldið skipta oft minna máli. Þetta á því miður við alltof marga. Mig líka! Að þessu sinni er það sólarlandaferð til Bali!

 

 

solgleraugu

 

  Þetta staðarval eru gróf og hallærisleg mistök.

  Eiginlega ætti að draga einhvern til ábirgðar!

 


mbl.is Umhverfisvæn farartæki á Bali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband