Dópistinn, homminn og hóran

Eðlilegt er að spyrja sig hvort samfélagið hafi rétt til þess að taka fram fyrir hendurnar á fólki og banna okkur að gera það sem við viljum.

Þrjú dæmi eru neysla nautnalyfja (eða fíkniefna), vændi og samkynhneigð. Eigum við að sætta okkur við að meirihluti nágranna okkar geti komist að samkomulagi um það á þingum að banna okkur að lifa því lífi sem við viljum?

Skaðareglan, þ.e. að allt sé leyfilegt meðan það skaðar ekki aðra, er oft notuð til að réttlæta breytingar í átt til frelsis.

gaySAMKYNHNEIGÐ: Skaðareglan var t.a.m. þungt lóð á vogaskálarnar fyrir því að lögleiða samkynhneigð á sínum tíma (ekki mjög langt síðan). Á Norðurlöndum dettur fáum í hug að hefja umræður um að hefta frelsi samkynhneigðra í dag. Þvert á móti þá er straumurinn í þá átt að taka burt þær hindranir sem fyrir eru og leyfa samkynhneigðum að gifta sig og ættleiða börn. Í raun finnst flestum fáránlegt í dag að gagnkynhneigðir hafi áður getað ráðskast með líf samkynhneigðra og sett lög um hvað samkynhneigðir máttu og máttu ekki gera.

Gilda sömu rök um vændi og neyslu nautnalyfja?

addictNAUTNALYF: Flest nautnalyf eru líka fíkniefni. Neytandinn festist í neyslunni, þarf sífellt meira af efninu og eyðileggur fyrr eða síðar líkama sinn og andlegt atgervi. Hann verður með tímanum óvirkur þjóðfélagsþegn og samfélagið neyðist til að sjá honum farborða. Eignist nautnalyfjaneytandinn börn eru miklar líkur á að börnin bíði skaða af neyslu hans. Það er því eðlilegt út frá skaðareglunni að samfélagið hafi rétt til að takmarka aðgengi að slíkum efnum.

A1

VÆNDI: Í Svíþjóð eru lög sem banna öll kaup á vændi og meirihluti fólks telur í skoðanakönnunum að þau hafi verið til góðs.

Þó eru samtök fólks í vændisiðnaðinum ekki hress með lögin og telja jafnvel að þau geti stofnað öryggi vændisfólks í hættu. Ég hlustaði á þekkta talskonu vændisfólks í útvarpinu fyrr nokkru þar sem hún varði starfsval sitt á eftirfarandi hátt:

 

A2Ég seldi atvinnurekenda bæði sál og líkama í fjölda ára fyrir smánar laun. Þrælaði 8-10 tíma á dag við skúringar. Í dag sel ég bara afnot af líkama mínum og fæ margfalt meira borgað fyrir margfalt minni vinnu. Ég skil ekki hvað það er sem er rangt við það. Helst vildi ég fá að borga skatt eins og aðrir þegnar þessa lands.”

 

A3

Konan er talsmaður fólks sem velur sjálft að stunda vændi og finnst brotið á mannréttindum sínum þegar sett eru lög sem banna viðskiptavínum þeirra að kaupa þjónustuna. "Hvaða rétt hafið þið til að banna okkur að stunda vændi. Vændi er okkar val og við sköðum engan annan".

Það er erfitt að nota sömu rök gegn vændi og notuð eru til að réttlæta bann gegn nautnaefnum sem valda fíkn. Velji fólk sjálft að gerast vændisfólk og sé markaður fyrir hendi, er erfitt að sjá hvers vegna maður má ekki selja konu eða öðrum manni aðgang að sínum kropp sexuellt fyrir þokkalega þóknun, meðan leyfilegt er að selja kapítalistum aðgang að sama kropp fyrir smánar laun.

a slaveVandamálið er bara að þetta fólk er í minnihluta. Meirihluti vændisfólks þvingast til að stunda vændi til að fjármagna dópneyslu eða vegna fátæktar. Fólk sem aldrei myndi stunda vændi ef það ætti annars úrkosta. Það er til að vernda þetta fólk sem svona lög eru sett. En spurningin er hvort ekki sé rétt að greina á milli vændis sem stundað er af fúsum og frjálsum vilja og vændis sem er meira eða minna þvingað. Auðvita er þarna stórt grátt svæði og ekki auðvelt að draga skýrar línur, en það sama gildir um ansi margt og þá er það dómsvaldsins að dæma og draga línur.

 

A4Í Svíþjóð hefur umræðan stundum snúist um þann hóp í samfélaginu sem ekki hefur möguleika á að nálgast hitt kynið t.d. vegna alvarlegrar fötlunar af einhverjum toga. Ég man t.d. eftir foreldrum sem kröfðust þess að fá að kaupa vændisþjónustu handa barninu sínu sem þráði mest af öllu að fá að upplifa kynferðislega nálægð.

  

A5Það eru sem sagt margar hliðar á þessu vændis máli eins og flestum öðrum málum og síðasta orðið er ekki sagt, langt frá því.

Í mínum huga eru þó lóðin fleiri og þyngri á neikvæðu vogaskálunum og þess vegna er ég, eins og meirihluti Svía, sammála því að banna kaup á vændi. En ég er ennþá að hugsa málið.

 

Ef til vill þurfum við ólíkar vogaskálar fyrir ólíka hópa?


mbl.is Illvígar sýkingar hrjá fíkla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband