27.1.2008 | 10:19
Tittlingaskítur og femínismi
Það er huggun harmi gegn fyrir blessaða strákana að það er þó alltént eftirspurn eftir sæðinu úr þeim ennþá. En ef dæma má af umræðum á blogginu undanfarna mánuði er það líklega eitt síðasta vígi karlmennskunnar í harðnandi heimi:
Tveir andstæðir pólar hafa myndast á blogginu, karlrembur og femínistar:
Femínistar hengja út karlpunga á eistunum fyrir kynlífsbrot af ýmsu tagi og gefa tóninn um að karlar séu almennt svín.
Stuttbuxnadeild karlpungafélagins svarar fyrir sig með neðanbeltishúmor og eldri pungrottur með kengúrupoka standa á áhorfendabekkjunum og hvetja sína menn.
Femínista túlkar alla slíka brandara sem móðgun eða kynferðislegt ofbeldi.
Stuttbuxnadeildin svarar með því að birta nektarmyndir af konurössum
Svona heldur þetta áfram þar til allir verða samkynhneigðir. Stelpur giftast bara stelpum og allir strákar verða hommar. Þá verða öll dýrin í skóginum vinir!
Sumir telja þó að lausnin felist í afkynjun frekar en samkynjun:
Það er nefnilega mikill misskilningur að afkynjunarumræðan hafi farið gröfina með mjúka flauelsmanninum í buxnaklaufalausu mjúkbuxunum.
Því miður verðum við að horfast í augu við að þetta er endalaus umræða. Það koma sífellt nýir einstaklingar inn í umræðuna.
Lítill en hávær hópur róttækra femínista vill helst útrýma karlpungum eða loka þá inn. Enda séu þeir ekkert annað en dýr.
Nýjasta samheitið í herbúðum róttækra femínista yfir kalla sem vilja halda í karlmennsku ídealið er "tittlingaskítur".
Eftirspurn eftir dönsku sæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2008 kl. 20:44 | Facebook
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason