Er Kaupþing að fara á hausinn?

KaupthingHér í Svíþjóð er efnahagsástandið á Íslandi mikið í fjölmiðlum um þessar mundir og fólk er með verulegar áhyggjur af því að íslensku bankarnir, einkum þó Kaupþing, séu að fara á hausinn. Við sem teljum okkur málið skylt (af einstærri ættjarðarást) reynum að malda í móinn og bera fyrir okkur þau rök að í versta falli muni íslenska ríkið endurgreiða sænskum sparifjáreigendum ef Kaupthing Bank sökkvi.

Sjálf reyndi ég að róa vinkonu mína með þessum rökum þegar hún var á leiðinni að taka út peninga úr sjóð hjá Kaupthing Bank. Sjóð sem ég hafði bent henni á fyrir einhverjum árum vegna hagstæðra vaxta.

aa W

Þegar ég fór að hugsa málið fékk ég smá samviskubit. Því í raun veit ég ekki hvort þetta er satt? Getur einhver ábyrgur aðili upplýst mig (og aðra) um hvaða reglur það eru sem gilda í svona málum. Eru peningar vinkonu minnar á bankareikningum Kaupthing Bank hér í Svíþjóð tryggðir af íslenska ríkinu?

Eða er þetta bara óskhyggja af minni hálfu?


mbl.is Enn meiri verðbólga í apríl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér er sagt að alls eigi sé hætta á slíku. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Alsæl Villa og velkomin aftur frá Afríku!

Ég hef heyrt að það sé ríkisábyrgð á lánsfé íslenskra banka erlendis en að það sé bara ákveðin upphæð sem sé tryggð. En eins og Guðný, þá sel ég það ekki dýrara en ég keypti það.

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.3.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það eru tvær fréttir á Visir.is í dag sem vekja athygli mína. Önnur er um að erlendur aðili telji 50% líkur á að íslensku bankarnir fari á hausinn og hin er að bankarnir hafi grætt allt að 155 milljarða á gengisfalli krónunnar. Þessi fjölmiðlaumfjöllun er auðvitað slík vitleysa að það nær engri átt. Annars vegar er verið að bera á þá sakir um að metgræða eða að þeir séu á leiðinni á hausinn.

Steinn Hafliðason, 30.3.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Jú Stefán, en eftir stendur að fólk hér er hrætt um peningana sína og það er eins og engin vilji stíga á stokk og lýsa því yfir að íslenska ríkið muni tryggja sparifjáreigendur. Ef þetta heldur áfram svona þá mun fólk fljótlega byrja að taka út peninga í paník og þá er fjandinn laus. Ég er ennþá óróleg yfir að það ráð sem ég gaf vinkonu minni um að láta peningana vera áfram á vöxtum hjá Kaupthing Bank sé byggt á sandi?

Vilhelmina af Ugglas, 31.3.2008 kl. 05:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband