1.4.2008 | 07:25
Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
Það er sjálfsagt að styðja þetta. Hannes á allan heiður skilið fyrir baráttu sína fyrir því sem hann telur satt og rétt, þó hann fari stundum offörum. "Stuðningsmenn" Hannesar ættu þó að hugsa aðeins betur hvernig þeir setja fram hlutina. Að nota orðið "sameignarsinni" sem skammaryrði er ekki vænlegt til að vekja samúð hjá íslendingum í dag. Langflestir íslendingar í öllum flokkum eru sameignasinnar að einhverju leiti. Hannes sjálfur er nú fórnarlamb öfgafullrar séreignarstefnu sem skapar auðmenn sem verða eins og ríki í ríkinu.
Þó ég vilji styðja Hannes í baráttu hans við yfirgang auðvaldsaflanna, þá er ég sammála því að erfitt verður fyrir Háskóla Íslands að réttlæta það að Hannes verði áfram prófessor eftir dóm Hæstaréttar.
Háskóli er vísinda og fræðasetur og æðsta embættið er prófessor. Hlutverk prófessors er m.a. að standa vörð um vísindaleg og fræðileg vinnubrögð og leiðbeina nemendum á því sviði. Prófessor er því ekki bara starf heldur lifandi fordæmi. Hannes hefur að því er virðist brotið gegn einni af megin stoðum vísindalegra vinnubragða.
Er rétt að gjaldkeri sem verður uppvís að fjárdrætti haldi stöðunni? Væri verjandi að umboðsmaður barna héldi stöðunni yrði hann uppvís að því að slá börn?
Þetta mál er prinsipmál og hefur akkúrat ekkert að gera með persónu Hannesar.
Ég vil hinsvegar benda á að Háskóli Íslands þarf ekki að reka Hannes þó hann verði sviptur prófessorsembætti. HH er vinsæll og góður fyrirlesari og próvókatívur fræðimaður.
Það væri því verulegur missir ef hann fengi ekki að kenna áfram við skólann.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2008 kl. 19:27 | Facebook
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason
Athugasemdir
Ragnar Örn: Nei ég gleymdi ekki að taka lyfin og nei þetta er ekki aprílgabb!
En ég held ekki að það hefði breytt neinu þó ég hefði gleymt að taka lyfin.
Ertu á móti því að styðja Hannes í baráttunni við auðvaldið eða ertu á móti því að hann fái að halda áfram að kenna við HÍ þó hann missi prófessorsstöðuna? Eða ertu á móti því að maður geti stutt Hannes í einu máli en ekki öðru? Eða ert á móti því að fólk hafi skoðanir sem ganga ekki eftir fyrirfram ákveðnum farvegi pólitískra kreddufræða? Eða ertu bara á móti, svona almennt?
Vilhelmina af Ugglas, 1.4.2008 kl. 11:44
Ég tel að þessi maður geti vel starfað við sína fræðigrein en hann getur iðkað það sem hann predikar og hætt á ríkisspenanum. En kennsla, neih hann er ekki hæfur til þess og hefur aldrei verið, stöku fyrirlestur kannski en prófessor og kennari neih....
Skaz, 1.4.2008 kl. 13:47
Ok strákar, allir (og líka þið) hafa rétt á sinni skoðun á mönnum og málefnum. Bara allt í góðu með það.
Vilhelmina af Ugglas, 1.4.2008 kl. 17:13