Skorað á Kristján Loftsson

hvalfjördurHvalstöðin er staðsett í einn fallegustu náttúruparadís Íslands, svæði sem við erum að uppgötva aftur eftir að óþefurinn af hvalavinnslunni er horfinn og umferðin orðin næsta lítil.

Ég skora á Kristján Loftsson að breyta hvalstöðinni í ferðamannaparadís.

Annars skil ég ekki af hverju fólk er hissa á að Evrópusambandið setji sig upp á móti hvalveiðum Íslendinga. Það hefur alltaf legið fyrir. Aldrei verið nein spurning. Það er eins og sumt fólk lifi í heimi óskhyggju og sjálfsblekkingar.


mbl.is ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvalveiðistöðinn í hvalfirði er eina slíka stöðinn á landinu. Það er betra að halda áfram rekstri hennar heldur en að byggja nýja og þannig taka eitthvað annað land undir. síðan, er hvalveiðistöðinn svona rosalega mikil sjónmenngun eða annarskonar menngun? væri þá ekki nær að biðja um að álverið og stálbræðslan yrðu lögð niður svona víst þú ert í þeim pælingum?

Fannar frá Rifi, 10.7.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vonandi tekst Kristjáni Loftssyni að tryggja sér markaði fyrir hvalafurðir. Þá kemur að því að hressa upp á gömlu Hvalstöðina og það mannlíf sem henni tengist. Sannarlega yrði það metnaðarfull viðbót við okkar sögutengdu ferðaþjónustu og yrði jafnframt til þess að fleiri nytu þess frábæra umhverfis sem Hvalfjörðurinn býður vegfarendum. 

Árni Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 15:29

3 identicon

Það er algerlega augljóst að samfélag þjóðanna vill ekki að Íslendingar haldi áfram að veiða hval. Þjóðin ætlar að taka þátt í Evrópusamstarfi í alvöru er engin leið að halda þessu hvalarugli áfram. Það er því bara spurning um tíma hvenær Hvalur hf neyðist til að leggja veiðarnar niður. Hugmynd Villu um að gera hvalstöðina að ferðamannaparadís er því (eins og ég les það) uppbyggileg tillaga til að bjarga því sem bjargað verður fyrir Hval hf. Auðvita er það rétt hjá Fannari hér að ofan að það er ekki minni skítafýla og sjónmengun af álverum og járnblendi. Munurinn er bara sá að þar eru íslendingar ekki að vinna í andstöðu við þær þjóðir sem við viljum hafa sem nánast samstarf við. Á þessu er reginmunur.

Arna frá Bakka 10.7.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, þetta er ágæt hugmynd. Staðurinn er þvílíkur sælureytur!

Ég er sammála Örnu hér að ofan í því að það sé ólíklegt að Ísland nái einhverjum samningum við Evrópubandalagið um áframhaldandi hvalveiðar. Það er því spurning um að velja á milli inngöngu í EB annarsvegar og hvalveiða hinsvegar. Að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég er líka sammála Fannari um að það er skítafýla og sjónmengun af álverum.

Annars er ég langt í frá sannfærður um að það sé okkur til góðs að ganga í EU. Satt best að segja hef ég alltaf talið það vænlegra fyrir Ísland að vera í nánu samstarfi við bæði Nafta og EB án þess að ganga í hvorugt. En það er nú önnur saga og efni í nýja bók. En þar veit ég að við Villa erum ósammála. En það er nú bara gott mál.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 10.7.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að ganga í ESB er meira heldur en bara um hvalveiðar. Hvað ef tillögur Svíja og umhverfsöfgamanna um alfriðun á þorski næst í gegn? Því þegar það er búið að friða hvali, heldaði að umhverfisöfgamennirnir leggji niður þessi samtök sín?

Það sást bara vel hvernig svona samtök vinna þegar félag herstöðvar andstæðinga, lagði ekki niður félagið þegar markmiði þeirra var náð, heldur breytti því. Öfgaumhverfisverndarsinnarnir eiga eftir að gera hið sama og eru þegar byrjaðir á því að tala um friðun á þorski. 

Svo gæti náttúrulega vel farið svo að Norðursjór verði friðaður og ESB ákveði og breyti lögum þess á þann hátt að Íslandsmið eigi að vera opinn fyrir öllum skipum innan sambandsins. óháð fyrri kvótaeign eða veiðireynslu. 

ESB er aðalega fyrir þá sem vilja næla sér í feit óskilgreind opinberstörf þar sem ábyrgð þeirra er enginn. 

Fannar frá Rifi, 10.7.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Ef að kvalveiðium verður, þá ætti Kristján L að fá sér eitt stórt fullvinnsluskip eins og Japanir eru með.

Sölvi Arnar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 18:24

7 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Hér virðist sem tekist sé á um tvö sjónarmið = að ganga í ESB og hlíta þeim sjónarmiðum meirihluta ESB landanna eða standa utan ESB og fara eigin leiðir.

Ekki veit ég hvað er farsælast er minni á að það var tekist á um sömu hluti á Sturlungaöld.

Vilhelmina af Ugglas, 10.7.2008 kl. 18:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband