Ég hætti árið 2002

Ég hætti að versla í Bónus árið 2002, en þá var mér orðið ljóst hverskonar siðlaust viðskiptaveldi það var sem stóð á bakvið þá keðju. Þá voru þegar farnar að birtast greinar í erlendum blöðum um að Baugur væri fyrirtæki á brauðfótum. Fyrstu merkin um að eitthvað alvarlegt sé að hjá stórum fyrirtækjum eru sífelld kaup og sala fyrirtækja og nýjar hringamyndanir GROUP þetta og GROUP hitt.

credit cardsÞetta er í raun eins og að eiga 10 plastkort hjá mismunandi fyrirtækjum (Visa, Eurocard, Mastercard o.s.f....) og borga fyrstu skuldina með korti númer tvö og svo þá skuld með korti númer þrjú og svo koll af kolli. Hring eftir hring. Þetta gengur í einhvern tíma en er að sjálfsögðu dæmt til að hrynja saman að lokum. Það sér hver heilvita manneskja.

Að íslenskir ráðamenn ekki áttuðu sig á þessu þegar blaðamenn sem sérhæfa sig í að skrifa um viðskipti voru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum þetta, það þykja mér undur og stórmerki.

Að ofan á þetta rugl bætist svo skattsvik og óréttmætir viðskiptahættir ætti engum að koma á óvart.

 


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband