Limur fjarlægður í nafni jafnréttis

ljonidÞað seinasta í jafnréttisumræðunni hér í Sverige eru þau átök sem nú eiga sér stað um tittling eða ekki tittling á ljóni í skjaldamerki Nordic Battlegroup. Upphaflega hannaði listamaðurinn ljónið með lim, enda dýrið með makka og augljóslega karldýr. Konur í herdeildinni mótmæltu og kröfðust þess að limurinn yrði fjarlægður. Í þessum skrifuðu orðum er umræðuþáttur um málið í sænska ríkisútvarpinu.

Meðfylgjandi mynd sýnir ljónið með tippi. Afskaplega litlu, en tippi engu að síður. 

Hvar ætlar þetta að enda?


mbl.is Fyrirtæki hvött til að gera jafnréttisáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband