1.4.2008 | 07:25
Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
Það er sjálfsagt að styðja þetta. Hannes á allan heiður skilið fyrir baráttu sína fyrir því sem hann telur satt og rétt, þó hann fari stundum offörum. "Stuðningsmenn" Hannesar ættu þó að hugsa aðeins betur hvernig þeir setja fram hlutina. Að nota orðið "sameignarsinni" sem skammaryrði er ekki vænlegt til að vekja samúð hjá íslendingum í dag. Langflestir íslendingar í öllum flokkum eru sameignasinnar að einhverju leiti. Hannes sjálfur er nú fórnarlamb öfgafullrar séreignarstefnu sem skapar auðmenn sem verða eins og ríki í ríkinu.
Þó ég vilji styðja Hannes í baráttu hans við yfirgang auðvaldsaflanna, þá er ég sammála því að erfitt verður fyrir Háskóla Íslands að réttlæta það að Hannes verði áfram prófessor eftir dóm Hæstaréttar.
Háskóli er vísinda og fræðasetur og æðsta embættið er prófessor. Hlutverk prófessors er m.a. að standa vörð um vísindaleg og fræðileg vinnubrögð og leiðbeina nemendum á því sviði. Prófessor er því ekki bara starf heldur lifandi fordæmi. Hannes hefur að því er virðist brotið gegn einni af megin stoðum vísindalegra vinnubragða.
Er rétt að gjaldkeri sem verður uppvís að fjárdrætti haldi stöðunni? Væri verjandi að umboðsmaður barna héldi stöðunni yrði hann uppvís að því að slá börn?
Þetta mál er prinsipmál og hefur akkúrat ekkert að gera með persónu Hannesar.
Ég vil hinsvegar benda á að Háskóli Íslands þarf ekki að reka Hannes þó hann verði sviptur prófessorsembætti. HH er vinsæll og góður fyrirlesari og próvókatívur fræðimaður.
Það væri því verulegur missir ef hann fengi ekki að kenna áfram við skólann.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2008 kl. 19:27 | Slóð | Facebook
31.3.2008 | 21:34
Er vandinn ekki þrennskonar?
Ef lesa má milli raðanna í orðasennum Seðlabankastjóra og stjórnenda Kaupthing Bank, þá eru ekki miklir kærleikar milli ríkisvalds og auðvalds á Íslandi þessa daganna. Það er mafíufnykur af því máli ef satt er að auðvaldið sé að manippúlera með krónuna. Árni Johnsen var nú sendur í steinsmiðjuna fyrir minni sök. Ef þetta er satt þá er pólitísk mafíustarfsemi þriðji efnahagsvandinn, sem Geir Hilmar gleymdi að nefna.
Svo spyr ég aftur og enn. Er sparifé vina minna í Kaupthing Bank hér í Svíþjóð tryggt gegn hugsanlegu gjaldþroti bankans? Vinkona mín hafði samband við Kaupthing Bank hér í síðustu viku og þar var henni sagt að íslenska ríkið gengi í ábyrgð fyrir bankann. Ég hef hinsvegar heyrt að það sé EKKI satt og enn aðrir hafa sagt að það gildi en bara fyrir vissa upphæð.
Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2008 kl. 19:15 | Slóð | Facebook
31.3.2008 | 05:53
Ríkisábyrgð eða ekki?
Fólk hér í Svíþjóð er að verða hrætt um peningana sína. Ég hef hingað til verið eins og gargandi áróðursmaskína fyrir "Kaupthing Bank" og bent sænskum vinum mínum á að spara peninga í sjóðum hjá bankanum vegna hagstæðra vaxta og tryggrar afkomu. En nú eru farnar að renna á mig tvær grímur. Vill enginn stíga á stokk og lýsa því yfir að íslenska ríkið muni tryggja að sænskir sparifjáreigendur tapi ekki sínu fé jafnvel þó svo ólíklega muni fara að Kaupthing Bank sökkvi?
Ef þetta heldur áfram svona mun fólk fljótlega byrja að taka út peningana sína í paník og þá er Fjandinn laus. Ég er ennþá óróleg yfir að það ráð sem ég gaf vinkonu minni (HÉR) um að láta peningana vera áfram á vöxtum hjá Kaupthing Bank sé byggt á sandi? Eða að sjálfur Kaupthing Bank sé ekkert annað en sandkastali í flæðamálinu sem jafnist við jörðu í næsta flóði.
Kaupþing vísar orðrómi á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2008 | 09:20
Er Kaupþing að fara á hausinn?
Hér í Svíþjóð er efnahagsástandið á Íslandi mikið í fjölmiðlum um þessar mundir og fólk er með verulegar áhyggjur af því að íslensku bankarnir, einkum þó Kaupþing, séu að fara á hausinn. Við sem teljum okkur málið skylt (af einstærri ættjarðarást) reynum að malda í móinn og bera fyrir okkur þau rök að í versta falli muni íslenska ríkið endurgreiða sænskum sparifjáreigendum ef Kaupthing Bank sökkvi.
Sjálf reyndi ég að róa vinkonu mína með þessum rökum þegar hún var á leiðinni að taka út peninga úr sjóð hjá Kaupthing Bank. Sjóð sem ég hafði bent henni á fyrir einhverjum árum vegna hagstæðra vaxta.
Þegar ég fór að hugsa málið fékk ég smá samviskubit. Því í raun veit ég ekki hvort þetta er satt? Getur einhver ábyrgur aðili upplýst mig (og aðra) um hvaða reglur það eru sem gilda í svona málum. Eru peningar vinkonu minnar á bankareikningum Kaupthing Bank hér í Svíþjóð tryggðir af íslenska ríkinu?
Eða er þetta bara óskhyggja af minni hálfu?
Enn meiri verðbólga í apríl? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 07:02
Tilraunaverkefnið Ísland
Ég held að prófessorinn gleymi einu veigamiklu atriði. Ísland er tilraunaverkefni fyrir Kína. Að Kínverjar geri fríverslunarsamninga við kapítalísk ríki er ekkert smá mál. Þá er eins gott að stíga varlega til jarðar og þróa konseptið í litlu ríki. Þar kemur Ísland inn í myndina. Sú staðreynd að við stöndum utan við stóru blokkirnar NAFTA og Evrópusambandið en höfum um leið frábæra samninga við báða aðila, gerir Ísland einstaklega aðlaðandi sem tilraunaverkefni fyrir Kínverja í þróun þeirra að lýðræðislegu, markaðsstýrðu - félagshyggju samfélagi. En þangað vilja margir Kínverjar stefna.
Sannar aftur og enn hvað við högnumst á því að standa utan Evrópubandalagsins.
Lega Íslands skýrir áhuga Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook
29.1.2008 | 06:45
Lögleiðing fíkniefna
Þetta er fjölskyldudrama. Ég man eftir dreng úr mínu hverfi sem keypti alkóhól fyrir alla krakkana í hverfinu þegar hann var 14 ára. Eldri bróðir hans sá um kaupinn gegn þóknun. Sá er nú starfandi á lögfræðistofu í Reykjavík. Yngri bróðirinn fór fljótlega að nota fíkniefni og lenti að lokum á glæpabraut til að fjármagna sína neyslu. Sat m.a. í fangelsi í USA. Sonur þessa manns lenti í sama feni og sat um hríð í skítugri fangelsisholu í S-Ameríku þar sem hann átti yfir höfði sér langan fangelsisdóm, en slapp með skrekkinn. Einhverra hluta vegna kom þessi fjölskylda upp í hugann þegar ég las fréttina um þessa bræður. Þetta eru sjálfsagt ágætis drengir inn við beinið, en sitja fastir í fíkn. Þeir sjá enga útleið, lífið er einskis virði án efnanna og þeir svífast einskis til að tryggja aðgengi að vímunni.
Sú hugmynd kemur af og til inn í umræðuna að farsælast sé að lögleiða þessi efni og gera þau lyfseðilsskyld. Með því móti myndi glæpastarfsemi tengd neyslunni dragast verulega saman. Þessi hugmynd kemur oft frá löggæslumönnum (m.a. í Evrópu) með langa reynslu af fíkniefnaheiminum.
Spurningin er bara hvort lögleiðing myndi ekki skapa fleiri vandamál en hún leysti?
En eitt er víst, að það er mikilvægt að skilgreina fíkniefnavandan sem heilbrigðisvanda. Ekki bara sem lögbrot.
Húsleit í fjármálaráðueyti vegna fíkniefnamáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 20:14
Ofbeldi kvenna gegn körlum er algengt
Það eru karlar, aðallega ungir karlar sem verða mest fyrir barðinu á ofbeldi í öllum myndum. Konur lenda oftar í ofbeldi heima fyrir en karlar eru mun oftar fórnarlömb ofbeldis almennt. Í hjónaerjum eru karlar þó oftar þolendur andlegs ofbeldis en líkamlegs, þó það sé vissulega til staðar.
Í Noregi eru móttökustöðvar fyrir karla í krísu komnar hvað lengst. Þar leita karlar gjarna hjálpar vegna andlegs ofbeldis af hálfu kvenna. Algengasta tegund andlegs ofbeldis sem konur beita gegn körlum er að svipta þá forræði og eðlilegu umgengi við börnin.
Það er, konur sem beita börnum sínum eins og barefli í skilnaðarmálum.
Á Íslandi eru karlar nærri réttlausir í skilnaðarmálum og alltof algengt að íslenskar konur misnoti lagalega stöðu sína til að koma höggi á föður barnanna. Það er skömm af því!
Á sjúkrahús eftir heimiliserjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 10:07
Vísindamenn í USA finna svar við idol dýrkun
Þá eru vísindamenn loks búnir að finna skýringu á því hvers vegna svo margir heillast af frægu fólki og syrgja það nánast eins og um ástvin hafi verið að ræða þegar það gefur upp öndina. Nýjasta dæmið er æðið kringum sviplegt fráfall leikarans Ledger.
Vísindamenn við Duke University í Norður Cakolina birtu nýlega niðurstöður rannsókna þar sem apar máttu velja á milli þess að fá uppáhalds ávaxtadrykkinn sinn eða sjá myndir af kynfærum og rössum annarra apa af gagnstæðu kyni. Aparnir völdu kynfæramyndirnar. Þá leyfðu vísindamennirnir öpunum að velja á milli fæðu og mynda af "þekktum" öpum þ.e. apar með háan status í apahópnum. Viti menn, aparnir völdu myndirnar af idolum sínum fram yfir fæðuna.
Það er því ef til vill ekkert skrítið þó mannfólkið velti sér uppúr tímaritum og stofni aðdáendaklúbba kringum þekktar persónur. En ég geri þá kröfu til fólks að það lyft sér á aðeins hærra plan en resusapar.
"Get a life"!
Blóðug gagnrýni á Rambo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook
27.1.2008 | 14:59
Karlar vandamál fyrir konur og börn
10-11 apríl verður ráðstefna um þetta mál í Stokkhólmi með mögum íslenskum fyrirlesurum m.a. Braga Skúlasyni sjúkrahúspresti og Ingólfi Gíslasyni hjá Jafnréttisstofu. Tími til kominn að jafnréttisumræðan snúist líka um karla.
Hingað til hafa karlar bara verið vandamál fyrir konur og börn í jafnréttisumræðunni a.m.k. hér í Svíþjóð.
Sjá heimasíðu ráðstefnunnar:
http://nordicmenshealth.wordpress.com/
http://nordicmenshealth.wordpress.com/
Að sjálfsögðu er þörf á stuðningsathvörfum fyrir karla!
Það eru ungir karlar sem verða mest fyrir barðinu á ofbeldi í öllum myndum. Konur lenda oftar í ofbeldi heima fyrir en karlar eru mun oftar fórnarlömb ofbeldis almennt. Í Noregi eru móttökustöðvar fyrir karla í krísu komnar hvað lengst. Þar leita karlar gjarna hjálpar vegna andlegs ofbeldis af hálfu kvenna. Algengasta tegund andlegs ofbeldis sem konur beita gegn körlum er að svipta þá forræði og eðlilegu umgengi við börnin.
Konur sem beita börnum sínum eins og barefli í skilnaðarmálum eru ein helsta ástæða þess að karlar leita til svona athvarfa.
Á Íslandi eru karlar nærri réttlausir í skilnaðarmálum og alltof algengt að íslenskar konur misnoti lagalega stöðu sína til að koma höggi á föður barnanna. Það er skömm af því!
Slíkt ofbeldi er jafn alvarlegt og það líkamlega ofbeldi sem sumir karlar beita konur inná heimilinu.
Karlaathvörf yfirfull í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook
27.1.2008 | 10:19
Tittlingaskítur og femínismi
Það er huggun harmi gegn fyrir blessaða strákana að það er þó alltént eftirspurn eftir sæðinu úr þeim ennþá. En ef dæma má af umræðum á blogginu undanfarna mánuði er það líklega eitt síðasta vígi karlmennskunnar í harðnandi heimi:
Tveir andstæðir pólar hafa myndast á blogginu, karlrembur og femínistar:
Femínistar hengja út karlpunga á eistunum fyrir kynlífsbrot af ýmsu tagi og gefa tóninn um að karlar séu almennt svín.
Stuttbuxnadeild karlpungafélagins svarar fyrir sig með neðanbeltishúmor og eldri pungrottur með kengúrupoka standa á áhorfendabekkjunum og hvetja sína menn.
Femínista túlkar alla slíka brandara sem móðgun eða kynferðislegt ofbeldi.
Stuttbuxnadeildin svarar með því að birta nektarmyndir af konurössum
Svona heldur þetta áfram þar til allir verða samkynhneigðir. Stelpur giftast bara stelpum og allir strákar verða hommar. Þá verða öll dýrin í skóginum vinir!
Sumir telja þó að lausnin felist í afkynjun frekar en samkynjun:
Það er nefnilega mikill misskilningur að afkynjunarumræðan hafi farið gröfina með mjúka flauelsmanninum í buxnaklaufalausu mjúkbuxunum.
Því miður verðum við að horfast í augu við að þetta er endalaus umræða. Það koma sífellt nýir einstaklingar inn í umræðuna.
Lítill en hávær hópur róttækra femínista vill helst útrýma karlpungum eða loka þá inn. Enda séu þeir ekkert annað en dýr.
Nýjasta samheitið í herbúðum róttækra femínista yfir kalla sem vilja halda í karlmennsku ídealið er "tittlingaskítur".
Eftirspurn eftir dönsku sæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2008 kl. 20:44 | Slóð | Facebook
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason