Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.12.2007 | 16:32
Rekinn vegna kröfu um árangursmat
Ríkislögreglustjórinn í Svíþjóð, Stefan Strömberg, var í dag rekinn úr starfi. Ástæðan er m.a. sögð vera þær kröfur sem hann hefur gert á einstök löggæsluumdæmi um skilvirkt árangursmat. Fulltrúi stéttafélags lögreglumanna sagði rétt í þessu í útvarpinu að hann væri þessu feginn, alltof mikil áhersla hefði verið á tölfræði í embættistíð Ríkislögreglustjórans.
Maður fær nú bara léttan hausverk af að hlusta á svona píp. Ef eitthvað styrkir fordóma fólks gegn lögreglunni þá er það svona drumbsháttur.
Gaman að heyra að það sé annað hljóð í strokknum heima á Íslandi.
Húrra fyrir Íslensku Löggunni!
Samið við lögreglustjóra um árangursstjórnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 15:30
Kann Siðmennt mannasiði?
Talsmaður systursamtaka Siðmenntar hér í Svíþjóð er þekktur fyrir dónaskap og hroka gagnvart trúuðu fólki. Hann talar gjarna um trú sem "hindurvitni" og gefur í skin að trúarreynsla sé í besta falli væg tegund geðveiki. Þetta er auðvita ekki sæmandi nokkrum manni og ég vona að Siðmennt á Íslandi kunni betri mannasiði. Að gefa í skin að trúað fólk séu geðveikt og trú þess hindurvitni er siðlaus árás á innsta kjarna mannlegrar veru.
Hinsvegar er margt til í því að koma verði böndum á trúarbrögð og skilja þau rækilega frá ríkisvaldi og menntakerfi. Þar er ég sammála Siðmennt.
Biskup sendir Siðmennt opið bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook
7.12.2007 | 14:52
Sólarlandaferð eða umhverfisráðstefna?
Hefði ekki verið viturlegra útfrá umhverfissjónarmiði að halda þessa ráðstefnu t.d. í mið Evrópu. Þá hefðu fulltrúar margar landa komist á leiðarenda með lest. Að halda svona ráðstefnu á eyju svo tryggt sé að svo til allir verði að koma með flugi er dálítið sérkennilegt þegar tekið er tillit til þess að einn sólalandafari sem fer frá Svíþjóð til Taílands með flugi gefur frá sér sex sinnum meira CO2 en meðal einkabíll gerir á heilu ári.
Einhver púki hvíslaði því að mér að valið af ráðstefnustað hafi m.a. verið gert með hliðsjón af því að pótintátarnir sem sækja svona samkundur komi síður ef ráðstefnustaðurinn er óspennandi.
Það er nefnilega oft þannig að fólk ákveður að sækja ráðstefnur útfrá ráðstefnustað. Efnið og innihaldið skipta oft minna máli. Þetta á því miður við alltof marga. Mig líka! Að þessu sinni er það sólarlandaferð til Bali!
Þetta staðarval eru gróf og hallærisleg mistök.
Eiginlega ætti að draga einhvern til ábirgðar!
Umhverfisvæn farartæki á Bali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook
6.12.2007 | 10:06
Olof Palme laug blákalt
Talandi um lygar þá er ekki úr vegi að rifja upp eftirfarandi sem er mikið í fréttum núna hér í Svíþjóð en ég hef ekki enn séð á mbl:
Dagens Nyheter birti grein 18. nóvember 1977 þar sem greint var frá skýrslu sem sænska leyniþjónustan sendi til Olof Pamle með upplýsingum um að þáverandi dómsmálaráðherra Svía, Lennart Geijer stundaði hóruhús og væri því ógn við öryggi landsins. Þess bera að geta að umræddar hórur voru í nánu sambandi við starfsmenn sendiráða þáverandi austantjaldslanda. Palme valdi að neita því að þessi skýrsla væri til og vegna þagnarskyldu leyniþjónustunnar komst hann upp með lygina. Dagens Nyheter var dæmt til að draga allt til baka og greiða umræddum Geijer háar skaðabætur. Nú hefur það sem sagt komið á daginn að umrædd skýrsla var víst til og að Gejer fékk skaðabætur á fölskum forsendum.
Ekki nóg með það, heldur hafa tvær konur sem störfuðu á umræddu hóruhúsi í miðborg Stokkhólms á þessum tíma (og voru bara 14 ára þegar þetta gerist) stigið fram í dagsljósið og krafist skaðabóta fyrir meðferðina sem þær urðu fyrir barnungar. Einn af viðskiptavinum þeirra á þeim árum, var umræddur Olof Palme. Það er ekki laust við að þetta mál hafi sett allt á annan endann í móralistaríkinu Sverige! Engir eru jafn skilheilagir í sínum málflutningi og sósíaldemókratar og enginn sósíaldemókrat hefur verið jafn dýrkaður og dáður og umræddur Palme.
Eiginkonan vissi að maður hennar var á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook
5.12.2007 | 09:13
Taka þarf til í SÁÁ
Minni á þá alvarlegu gagnrýni sem komið hefur fram hér á blogginu á einstrengingslega meðferðarstefnu SÁÁ þar sem allir eru þvingaðir til að stunda AA fundi í meðferðinni og allir sem leita sér aðstoðar vegna áfengisvandmála eru þvingaðir til að kalla sig alkóhólista. Ef helmingurinn af því sem sagt er er satt hljóta skattgreiðendur að krefjast þess að gerð verði úttekt á rekstrinum.
Er það t.d. rétt að sami maður sé formaður stjórnar og yfirlæknir starfseminnar?
Beðið samnings við SÁÁ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2007 | 21:26
Heiðin tík
Þessu trú ég þó ég sé hund heiðin tík!
Ein ég sit í svörtum klæðum,
saklaust fljóð.
Ein ég sit og bergi blóð,
blíð og rjóð.
Trúa á Guð, drauga og djöfulinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2007 | 11:14
Skapandi unglingar
Graffití (mynd 1) er farvegur fyrir kreatíva unglinga. Allir unglingar hafa þörf á að sýnast. Að krota "tagg" (mynd 2) á vegg er oft eina leiðin sem sumir unglingar hafa til að láta ljós sitt skína. Auðvita er viss spenningur í því að brjóta reglur. En það segir meira um misheppnaða æskulýðspólitík að ekki sé boðið uppá spennandi tómstundastarf. Allir hafa ekki gaman af að hlaupa eftir bolta!
Í stað þess að lýta á graffití sem skemmdarverk (eins og tónninn er í þessari grein sbr. "veggjakrot"), eigum við að sjá þetta í jákvæðu ljósi. Frábært að þessi sköpunarkraftur finnist meðal unglingana okkar.
Aukum framboð á aðstöðu fyrir frjálsa myndsköpun (gjarna með kennslu fyrir þá sem vilja). Opnum sýningarsali á áberandi stöðum þar sem unglingar geta sýnt verk sýn án fordómafullra fullorðinna sem velja úr verkunum eftir snobbkríteríum listfræðinnar. Bjóðum uppá veggi á sýnilegum stöðum þar sem graffarar geta spreytt sig.
Á þann hátt náum við þessum hóp inní skapandi og uppbyggjandi starf og sköpum möguleika á samtali um hvar mörkin liggja milli skemmdarverka og sköpunar.
Netvæðing veggjakrotsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook
30.11.2007 | 21:38
Róni = Vogur?
Miklar umræður eru þessa dagana á bloggsíðu Ásgeirs R. Helgasonar bloggvinar míns um hugtakanotkun og stimpla í meðferðavinnu með fólk sem á í erfiðleikum með að hemja alkóhólneyslu sína. Sýnist þar sitt hverjum en það sem vekur mesta athygli mína er að fólk sem fer í meðferð á Íslandi er skyldað til að mæta á AA fundi meðan á meðferð stendur.
Hér í Svíþjóð er AA alls ekki útbreitt en samt er meðferðaárangur í alkóhólmeðferð síst lakari en á Íslandi. Rannsóknir þar sem fólk er valið af handahófi til að fara í meðfer sem byggir á 12 spora kerfinu annarsvegar og Hugrænni atferlismeðferð hinsvegar sýna að það er enginn munur á hlutfalli þeirra sem ná bata. Líklegt er samt að það sé mismunandi fólk sem nær bata í mismunandi nálgunum?
Það hlýtur því að vera æskilegt að hafa fjölbreytt meðferðaframboð í gangi. Á Íslandi virðist mér sem SÁÁ sé nánast einráða á vetvangi faglegrar áfengismeðferðar. Það er því slæmt ef satt er að þeir séu svona einstrengingslegir.
Átak gegn ölvunarakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 21:16
Heiðursmorð á Íslandi
Það er nú þrátt fyrir allt ekki svo ýkja langt síðan Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar drápu hvern annan þvers og kruss til að bjarga heiðri ættarinnar. Heiðursmorð (eða "sæmdarmorð") eru eitt helsta þema Íslendingasagnanna. En þar eru þau kölluð víg.
Ekki á að líða sæmdarglæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 20:21
Með buxurnar á hælunum
Þetta er smámál miðað við það sukk (sem líkja má við stuld) sem viðgengst í fyrirtækjum í eigu íslendinga. Fyrirtæki sem eyða ofurfé í risnu eru að stela frá okkur skattgreiðendum. Risnusukkið er bara leið til að taka út lúxusneyslu sem annars hefði orðið skattskyldur hagnaður. Hættum að þusa um að opinberir starfsmenn séu að sukka með peninga skattgreiðenda. Það eru líka smámál miðað við veisluhöld, laxveiði og snekkjuferðir sem fyrirtæki í eigu íslendinga stunda án þess að nokkur æmti eða skræmti.
Sætir farbanni vegna skattrannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason