Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.12.2007 | 12:38
Jólabókin ókeypis á netinu
Vinir!
Ég fer nú senn að kveðja ykkur um hríð. Fer aftur til Afríku þar sem erfitt er um vik að blogga vegna sambandsleysis. Jólagjöfin mín til ykkar er ókeypis jólabók (HÉR). Hægt er að prenta bókina út í heild sem PDF skjal uppá 110 A4 síður. Einnig er hægt að prenta út hvern kafla fyrir sig (alla kaflana nem kafla 4 en kafli 4 er auðvita með í skjalinu sem inniheldur alla bókina).Verði ykkur að góðu!Gleðileg Jól!13.12.2007 | 16:18
Limur fjarlægður í nafni jafnréttis
Það seinasta í jafnréttisumræðunni hér í Sverige eru þau átök sem nú eiga sér stað um tittling eða ekki tittling á ljóni í skjaldamerki Nordic Battlegroup. Upphaflega hannaði listamaðurinn ljónið með lim, enda dýrið með makka og augljóslega karldýr. Konur í herdeildinni mótmæltu og kröfðust þess að limurinn yrði fjarlægður. Í þessum skrifuðu orðum er umræðuþáttur um málið í sænska ríkisútvarpinu.
Meðfylgjandi mynd sýnir ljónið með tippi. Afskaplega litlu, en tippi engu að síður.
Hvar ætlar þetta að enda?
Fyrirtæki hvött til að gera jafnréttisáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook
12.12.2007 | 18:38
Já hann er sár hann pendúll...
Ég er nú orðin svo gömul að muna þá tíma (á árunum kringum 1970) þegar það var sterkt í umræðunni hér í Sverige (ég bjó þá í Lundi) og Danmörk að pedófílí væri eðlilegt og ekkert að því ef barnið væri með á nótunum. Þetta er alveg satt! Það voru meira að segja til samtök pedófíla. Það eru mörg þekkt dæmi um valdamikla pedófíla samkvæmt okkar skilgreiningu á pedófílí. Sjálfur Múhameð spámaður giftist "konu" sem var 13 ára.
Það var sjálfsagt að rass-skella börn þegar ég var lítil. Í dag eru það barnamisþyrmingar. Jón Hreggviðsson var hýddur fyrir að stela snæri. Í dag eru það pyntingar að hýða fólk sem getur haft mikilvægar upplýsingar um væntanleg hryðjuverk í stíl með 9-11.
Það verður spennandi að sjá hvenær hann (pendúllinn) byrjar að sveiflast aftur til baka og hvað það verður sem setur hann af stað í hina áttina.
Eru pyntingar góð hugmynd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2007 | 10:49
Skortur á fátækt í skjóli lána
Er þetta ríkidæmið sem verið hefur til umræðu HÉR á blogginu? Skortur á fátækt í skjóli lána! Ofþensla í uppbyggingu raforkuvera með innfluttu vinnuafli sem framleiða ódýra orku fyrir erlenda auðhringi. "Group hitt" og "Group þetta" sem spila rúllettu með íslenskt sparifé og eru eins og galdramenn sem bjarga hverju erlenda fyrirtækinu eftir öðru sem þarlendir hafa gefist upp á.
Úff! Þetta hljómar ekki vel.
Vonandi er ég bara svona svartsýn!
Yfirdráttarlán aldrei hærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2007 | 19:11
Með kossi
allt með kossi vekur.
Það sem deyr, með kossi kalt,
Kaupahéðinn tekur.
Baugur staðfestir orðróm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2007 | 17:45
Afkynjunar-femínistar
Þeir sem vonuðu að afkynjun sem vopn í jafnréttisbaráttunni hefði farið gröfina með mjúka flauelsmanninum í buxnaklaufalausu mjúkbuxunum, urðu fyrir vonbrigðum. Það er bara að lesa mbl bloggið. Því eru svona fréttir kærkomnar fyrir okkur hin sem trúum á jafnrétti þrátt fyrir ólíka eiginleika kynjanna.
Það er afkynjunarumræða og ofstæki lítils (en háværs) hóps stuttbuxnafemínista sem skapar sambærileg viðbrögð frá stuttbuxnadeild karlpunga og annarra sjóvanista sem farið hafa hamförum á blogginu.
Því miður verðum við að horfast í augu við að þetta er endalaus umræða. Það koma sífellt nýir einstaklingar inn.
Here we go again!
Karlar vilja pakka en konur upplifanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2007 | 12:24
Femínistar í fangelsi
Þrjár starfskonur kvennaathvarfs í Svíþjóð fengu á dögunum 6 mánaða fangelsi fyrir að aðstoða móður barna við að fela börnin frá föðurnum þrátt fyrir að þær vissu að faðirinn hafði einn forræði yfir börnunum. Undirréttur hafði áður sýknað konurnar vegna þess að þá þótti ekki sannað að þær hefðu haft vitneskju um að móðirin hafði rænt börnunum. Ný vitni sannfærðu hinsvegar dómsstóla um að þó vera kynni að starfsfólk kvennaathvarfsins hafi ekki vitað í upphafi hvernig í málum lá, hafi sannleikurinn þó fljótlega verið á allra vitorði.
Viðkomandi kvennaathvarf er meðlimur í landsamtökum kvennaathvarfa ROKS (http://www.roks.se/), sem urðu landsþekkt hér um árið eftir að rannsóknablaðakona fletti ofan af fordómafullri afstöðu framkvæmdastjóra samtakanna gagnvart karlmönnum.
Framkvæmdarstjórinn hélt því m.a. fram að "karlmenn væru dýr" þegar hún hélt að slökkt væri á myndavélinni.
---------------------------------
Þetta mál þykir spegla þær öfgar og óbilgirni sem viss hópur í hreyfingu sænskra femínista stendur fyrir.
8.12.2007 | 18:26
Ketill Larsen
Í mínum huga er bara til einn alvöru íslenskur jólasveinn og það er Ketill Larsen leikari, fyrrum starfsmaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hér á mynd með vini sínum og velgjörðarmanni Davíð Oddssyni sem gert hefur meira fyrir Ísland en nokkur annar núlifandi Íslendingur.
Það er allavega mín skoðun!
Dónalegur tölvujólasveinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2007 | 11:07
Áfengissími
Hér í Svíþjóð opnaði "Áfengissíminn" (Alkohollinjen) fyrir nokkrum mánuðum.
Þetta er meðferðarþjónustu fyrir fólk sem hefur áhyggjur yfir að áfengisneyslan sé að fara úr böndunum og aðstandendur. Einn af þeim sem standa að símameðferðinni er Íslendingur og bloggvinur minn. Væri ekki tilvalið að fá hann til að þróa svipaða þjónustu heima? Það virðist vera full þörf á slíku miðað við þessa frétt!
Sjá nánari upplýsingar um þjónustuna HÉR
Áfengisdrykkja jókst mest á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2007 | 10:42
Gegn rasisma í dýraríkinu
Það hlaut að koma að því! Ég tók á móti dreifiblaði frá ungum manni um daginn þar sem kynþáttafordómum í dýraríkinu var harðlega mótmælt. Í lauslegri þýðingu stóð eftirfarandi texti á sneplinum:
"Í dag eru flestir Svíar sammála um að fordæma kynþáttafordóma gagnvart fólki. Allt tal um hreinræktun kynstofna manna er bannað með lögum. Við krefjumst þess fyrir hönd vina okkar dýranna að það sama verði látið gilda fyrir þau. Við krefjumst þess að sett verði lög sem banna hreinræktun dýra. Það er ósæmandi að mannskepnan taki sér það vald að rækta fram sérstaka eiginleika hjá dýrum og til séu félög fólks kringum t.d. sérstaka hundategundir. Þetta er grófur rasismi."
Það er nefnilega það! Eiginlega dettur mér helst í hug að þetta hafi verið flugumaður úr herbúðum sænskra rasista sem hafi á þennan hátt verið að krefjast réttar síns að fá að tjá skoðanir sínar um hreinræktun hvíta kynstofnsins. En auðvita getur vel verið að maðurinn hafi verið að meina þetta.
Ég veit varla hvort er verra?
Forríkri hundstík hótað lífláti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason