Vísindamenn í USA finna svar við idol dýrkun

Þá eru vísindamenn loks búnir að finna skýringu á því hvers vegna svo margir heillast af frægu fólki og syrgja það nánast eins og um ástvin hafi verið að ræða þegar það gefur upp öndina. Nýjasta dæmið er æðið kringum sviplegt fráfall leikarans Ledger.

aapiVísindamenn við Duke University í Norður Cakolina birtu nýlega niðurstöður rannsókna þar sem apar máttu velja á milli þess að fá uppáhalds ávaxtadrykkinn sinn eða sjá myndir af kynfærum og rössum annarra apa af gagnstæðu kyni. Aparnir völdu kynfæramyndirnar. Þá leyfðu vísindamennirnir öpunum að velja á milli fæðu og mynda af "þekktum" öpum þ.e. apar með háan status í apahópnum. Viti menn, aparnir völdu myndirnar af idolum sínum fram yfir fæðuna.

Það er því ef til vill ekkert skrítið þó mannfólkið velti sér uppúr tímaritum og stofni aðdáendaklúbba kringum þekktar persónur. En ég geri þá kröfu til fólks að það lyft sér á aðeins hærra plan en resusapar.

"Get a life"!


mbl.is Blóðug gagnrýni á Rambo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband