29.1.2008 | 06:45
Lögleiðing fíkniefna
Þetta er fjölskyldudrama. Ég man eftir dreng úr mínu hverfi sem keypti alkóhól fyrir alla krakkana í hverfinu þegar hann var 14 ára. Eldri bróðir hans sá um kaupinn gegn þóknun. Sá er nú starfandi á lögfræðistofu í Reykjavík. Yngri bróðirinn fór fljótlega að nota fíkniefni og lenti að lokum á glæpabraut til að fjármagna sína neyslu. Sat m.a. í fangelsi í USA. Sonur þessa manns lenti í sama feni og sat um hríð í skítugri fangelsisholu í S-Ameríku þar sem hann átti yfir höfði sér langan fangelsisdóm, en slapp með skrekkinn. Einhverra hluta vegna kom þessi fjölskylda upp í hugann þegar ég las fréttina um þessa bræður. Þetta eru sjálfsagt ágætis drengir inn við beinið, en sitja fastir í fíkn. Þeir sjá enga útleið, lífið er einskis virði án efnanna og þeir svífast einskis til að tryggja aðgengi að vímunni.
Sú hugmynd kemur af og til inn í umræðuna að farsælast sé að lögleiða þessi efni og gera þau lyfseðilsskyld. Með því móti myndi glæpastarfsemi tengd neyslunni dragast verulega saman. Þessi hugmynd kemur oft frá löggæslumönnum (m.a. í Evrópu) með langa reynslu af fíkniefnaheiminum.
Spurningin er bara hvort lögleiðing myndi ekki skapa fleiri vandamál en hún leysti?
En eitt er víst, að það er mikilvægt að skilgreina fíkniefnavandan sem heilbrigðisvanda. Ekki bara sem lögbrot.
Húsleit í fjármálaráðueyti vegna fíkniefnamáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Þjóðbjörg
- Ynglingaätten i Sverige
- Þetta er Nóbelsverðlaununum að kenna
- Ég hætti árið 2002
- Mótmæli við Fríkirkjuveg 11
- Ættartré Þóru Magnúsdóttur
- Jón Ásgeir flytur allan hagnað til Íslands
- Þrautseigja Íslendinga er söguleg staðreynd
- Skorað á Kristján Loftsson
- Sturlungaöld hvað?
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson berst gegn auðvaldinu
- Er vandinn ekki þrennskonar?
- Ríkisábyrgð eða ekki?
- Er Kaupþing að fara á hausinn?
- Tilraunaverkefnið Ísland
Bloggvinir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Herra Limran
- Sigurlaug B. Gröndal
- Benedikt Halldórsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Þröstur Unnar
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sverrir Stormsker
- Steinn Hafliðason
- Kjartan D Kjartansson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Heiða B. Heiðars
- Ellý
- gudni.is
- Perla
- Birgitta Jónsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Vilhjálmur Árnason